top of page

Ráðgjöf um vellíðan á vinnustaðnum

Við veitum sérhæfða ráðgjöf um vellíðan á vinnustaðnum sem ætluð er stjórnendum, hvort sem um er að ræða æðstu stjórnendur, millistjórnendur eða aðra stjórnendur með hverskyns mannaforráð.

Okkar ráðgjöf byggist á viðurkenndum aðferðum sem studdar eru rannsóknum á þessu sviði.  Jákvæð forysta og aðrir viðeigandi stjórnunarhættir hafa skilað aukinni vellíðan starfsfólks og betri fjárhagslegum árangri á vinnustaðnum.

Leiðir til verndar og eflingar vellíðanar á vinnustaðnum

Fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja og stofnana getur verið umtalsverður við að hlúa að vellíðan starfsfólksins - rannsóknir sýna að fyrir hverja eina krónu sem vinnustaðir leggja í aðgerðir til að auka vellíðan starfsfólksins þá geti það skilað sér sex-falt til baka í formi aukins árangurs og skilvirkni (Burton, J., 2008).

Vellíðan starfsfólks snertir alla vinnustaði.  Það er siðferðisleg og lagaleg skylda fyrirtækja og stofnana að huga vel að vellíðan sinna starfsmanna.  Göfugt markmið vinnustaða er að starfsfólkið fari heim til sín að vinnudegi loknum eins heilbrigt og heilt og það kom til vinnu. Á sama tíma getur fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja og stofnana verið umtalsverður við að hlúa að vellíðan starfsfólks.

Stjórnendur fyrirtækja og stofnana eru í lykilstöðu til að stuðla að aukinni vellíðan starfsfólks á vinnustöðum og flestir gera sér grein fyrir að mannauðurinn er sá þáttur er skilar mestu samkeppnisforskoti í nútíma viðskiptaumhverfi. Margvíslegar aðferðir hafa verið þróaðar fyrir vinnustaði svo efla megi vellíðan starfsfólks. Innleiðing viðeigandi stjórnarhátta og tiltekinna aðgerða innan vinnustaða hafa skilað góðum árangri á þessu sviði.​

Vinna og vellíðan ehf. er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði félagslegra og andlegra þátta vinnustaða, sbr. reglugerð nr. 730/2012, sem Vinnueftirlitið veitir. Vinna og vellíðan býður  þjónustu við gerð áhættumats, þjálfun stjórnenda og starfsfólks og mótun aðgerða til aukinnar vellíðanar á vinnustaðnum

Samskiptasáttmáli

Í mannlegum samskiptum er mikilvægt að sýna öðrum virðingu og kurteisi. Þetta á við um öll samskipti og ekki síst á vinnustaðnum. Löng samvera og mikilvægi samstarfs við lausn verkefna á vinnustaðnum krefst góðra samskipta og virkrar hlustunar. Neikvæð samskipti og núningur geta skapað togstreitu og álag, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Það geta allir lagt sitt af mörkum til að bæta samskipti.

Samskiptasáttmáli er mótaður með þátttöku allra starfsmanna vinnustaðarins.  Um er að ræða sáttmála um samskipti, einskonar leikreglur um samskipti á vinnustaðnum.

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er skipulagt og mótað ferli til lausnar á ágreiningi sem tveir eða fleiri aðilar taka þátt í af fúsum og frjálsum vilja. Óháður hlutlaus aðili, sáttamiðlari, aðstoðar deiluaðila í að átta sig á hverju deilurnar byggjast og hvað olli þeim. Deiluaðilar komast sjálfir að samkomulagi og hlutverk sáttamiðlara er aðeins að aðstoða við að ná samkomulagi.

Kostir sáttamiðlunar:

  • Betri samskipti

  • Hagræði

  • Hagkvæm leið til sátta - ekki eins kostnaðarsamt og að fara dómstólaleiðina

  • Báðir / allir aðilar hagnast - "Win / Win"

Sáttamiðlun er líka:

  • Óformlegt ferli

  • Þrepaferli

  • Trúnaðarskylda

  • Betri samskipti til framtíðar. Áhersla er lögð á að þeir sem fara í gegnum sáttamiðlun geti átt eðlileg samskipti í framtíðinni.

Andleg heilsa og öryggi á vinnustaðnum

Vinna og vellíðan er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði félagslegra og andlegra þátta vinnustaða, sbr. reglugerð nr. 730/2012 sem Vinnueftirlitið veitir. Við hjá Vinnu og vellíðan bjóðum upp á þjónustu við gerð áhættumats sbr. lög frá 46/1981 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Við tökum að okkur úttektir þegar kemur að formlegum kvörtunum starfsfólks vegna EKKO mála

 

Það hvílir lagaskylda á vinnuveitendum að sinna vinnuverndarþáttum í starfsemi sinni, sbr. einkum lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þ.m.t. að framkvæma áhættumat starfa. Þrátt fyrir að lagaskyldan hafi í gegnum tíðina einkum snúið að líkamlegri vinnuvernd þá eru nú gerðar ríkari kröfur um vernd sálfélagslegra þátt á vinnustaðnum. Hafa þarf í huga að andleg heilsa starfsfólks er jafn mikilvæg og líkamleg heilsa.

 

Lögum nr. 46/1981 og reglugerð nr. 1009/2015 en í henni  er gerð grein fyrir skyldum atvinnurekanda varðandi forvarnir og viðbrögð. Áhættumat sem tilgreint er í reglugerðinni í því felst greining áhættuþátta þ.e. þær líkur sem eru á því að starfsfólk verði fyrir kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað.  Í viðbragðsáætlun er tilgreint til hvaða aðgerða skuli gripið t.d hvernig starfsfólk geta tilkynnt um þessa hluti og hvaða ferli fer í gang. Þetta er gert í því skyni að koma í veg fyrir slíka hegðun og hvernig verði komið í veg fyrir að hún verði endurtekin.

 Ef starfsfólk sem telur sig hafa orðið fyrir ofangreindri hegðun og kvartar ber atvinnurekanda að bregðst við eins fljótt og hægt er og meta aðstæður með aðstoð vinnuverndarfulltrúa eða utanaðkomandi ráðgjafa.  Vinna og vellíðan tekur að sér að rannsaka slík mál sé þess þörf og taka vitnaskýrslur og sér einnig um gerð skýrslu þar sem fram koma málsatvik, vitnisburðir, niðurstöður rannsóknar og tillögur til úrbóta.

 

Fyrir hvern einstakling er vinnan mjög stór áhrifaþáttur vellíðanar. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að einstaklingar í vinnu séru almennt hamingjusamari og heilsubetri þá er afar mikilvægt að vita að vinnan getur haft veruleg neikvæð áhrif á vellíðan.

 

Mikilvægt er fyrir vinnustaði að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar vellíðanar og sinni forvörnum til aða koma í veg fyrir andlega vanlíðan.  Göfugt markmið vinnustaða er að starfsfólkið fari heim til sín að vinnudegi loknum eins heilbrigt og heilt og það kom til vinnu.

Taktu skref í átt að vellíðan á þínum vinnustað

Contact
bottom of page