top of page
alfheidur-cover.png

Við sameinum vinnu og vellíðan

Vinna og vellíðan er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði vinnuverndar og byggjum við á víðtækri þekkingu og reynslu. Við aðstoðum vinnustaði við að efla vellíðan starfsfólks með það að markmiði að skila starfsfólkinu auknum lífsgæðum og auka skilvirkni í starfseminni.

 

Við eflum vellíðan fólks bæði í starfi og leik og styðjumst við viðurkenndar aðferðir á því sviði. Við teljum rétt að skoða styrkleika manneskjunnar til að finna hvað hún er að gera rétt, hvað reynist henni vel og hvað hún gæti gert enn betur. 

Vellíðan á vinnustaðnum

Við aðstoðum vinnustaði við innleiðingu á viðurkenndum stjórnunarháttum til eflingar vellíðanar starfsfólksins. 

 

Einnig veitum við aðstoð við gerð og uppsetningu samskiptasáttmála og veitum sáttamiðlun á vinnustaðnum.

Andleg heilsa og öryggi á vinnustaðnum

Alþjóðlegur staðall um andlega heilsu og öryggi á vinnustaðnum. Við aðstoðum vinnustaði við undirbúning og innleiðingu staðalsins og eftirfylgni.

Vellíðanarvaktin

Vellíðanarvaktin er langtímaþjónusta sem veitt er vinnustöðum. Vinna og vellíðan er hér í hlutverki óháðs þriðja aðila sem vaktar vellíðan og finnur leiðir til að efla og standa vörð um vellíðan á vinnustaðnum.

Námskeið og fyrirlestrar

Vinna og vellíðan býður fjölda námskeiða og fyrirlestrar á sviðum vellíðanar. 

Vinna og vellíðan er þjónustuaðili fyrir verkefnið Fræðslustjóri að láni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og fræðslusjóði stéttarfélaga.

HAFÐU SAMBAND

Vinna og vellíðan ehf.

Laugavegi 163,

105 Reykjavík

Netfang: vinnaogvellidan@vinnaogvellidan.is

Skilaboðin eru móttekin. Kærar þakkir fyrir að hafa samband.

contact
bottom of page