top of page

Fræðsla og námskeið

Við bjóðum margvísleg námskeið á fagsviðum okkar.

Vinna og vellíðan er þjónustuaðili fyrir verkefnið Fræðslustjóri að láni sem unnið er í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og fræðslusjóði stéttarfélaganna.

Fyrirlestrar og námskeið

Þjálfun og fræðsla starfsmanna gegnir lykilhlutverki við eflingu starfsfólks og vellíðanar á vinnustaðnum. Við bjóðum bæði stöðluð og sérsniðin námskeið fyrir vinnustaði.

ISO 45003:21

Fyrirlestrar og námskeið

Kynning á uppbyggingu staðalsins, kröfum hans og hvernig rétt væri að standa að innleiðingu hans.

Jákvæð sálfræði

Fyrirlestrar og námskeið

Kynntar eru viðurkenndar aðferðir jákvæðrar sálfræði og hvernig þær geta eflt vellíðan á vinnustaðnum.

Sáttamiðlun

Fyrirlestrar

Fræðsla um sáttamiðlun og hvernig hún getur nýst við að grípa fyrr og skipulega inn í ágreiningsmál á vinnustaðnum.

Dáleiðsla

Fyrirlestrar og námskeið

Fræðsla um dáleiðslu til sjálfseflingar svo draga megi úr streitu og bæta jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Fræðslustjóri að láni

Vinna og vellíðan er þjónustuaðili fyrir verkefnið Fræðslustjóri að láni.​ Verkefnið er unnið í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og fræðslusjóði stéttarfélaganna.

Verkefnið gengur út á að lána ráðgjafa til fyrirtækja og stofnana til þess að greina og yfirfara fræðslu- og þjálfunarmál í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Á grundvelli greiningarinnar er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna skipulagsheildarinnar.

Fræðslustjóri að láni er  fyrirtækjum að kostnaðarlausu ef a.m.k. 75% starfsfólksins á aðild að sjóðunum sem standa að Áttinni.

Hvernig sæki ég um fræðslustjóra?

  1. Umsókn um Fræðslustjóra að láni.

  2. Starfsmaður leiðandi sjóðs í verkefninu mun hafa samband við umsækjanda í kjölfarið og koma á upphafsfundi.

  3. Ef öllum líst vel á verkefnið eru gerð drög að samningi. Fjöldi tíma sem ráðgjafinn vinnur fyrir viðkomandi fyrirtæki/stofnun byggir á fjölbreytni starfa á vinnustaðnum og ákveðnum föstum liðum. Markmið verkefnisins er að ná greiningu á þörfum sem miðast við þverskurð af starfseminni. Einungis er leitað til sjálfstæðra ráðgjafa sem hafa mikla reynslu af verkefnum í fyrirtækjum og eru samþykktir af samstarfssjóðum verkefnisins.

  4. Komið er á fót rýnihópum á vinnustaðnum sem ráðgjafinn leiðir. Jafnframt vinnur hann þarfagreiningu og fræðsluáætlun. Áætlunin er eign vinnustaðarins og viðkomandi sjóðs. Fyllsta trúnaðar er gætt um allt sem við kemur verkefninu.

  5. Að lokum vinnur ráðgjafi skýrslu þar sem framgangi verkefnisins eru gerð skrifleg skil, fullunninni samþykktri fræðsluáætlun er skilað og formlegri vinnu verkefnisins því lokið.

  6. Ráðgjafi sinnir eftirfylgni á verkefninu nokkrum vikum eftir að verkefninu lýkur og aðstoðar vinnustaðinn ef þarf.

Taktu skref í átt að vellíðan á þínum vinnustað

454-4500
vv@vinnaogvellidan.is

Contact
bottom of page