top of page

Vellíðanarvaktin

Óháður þriðji aðili sem vaktar og eflir vellíðan á vinnustaðnum. Vellíðanarvaktinni er sinnt af teymi sérfræðinga á sviði mannauðsstjórnunar, jákvæðrar sálfræði, lögfræði og sáttamiðlunar. 

Heim

Ávinningur fyrir vinnustaði

Þjónusta Vellíðanarvaktarinnar getur skilað fyrirtækjum margvíslegum ávinningi til eflingar vellíðanar.

​Aukin vellíðan

Aukin vellíðan starfsfólks og styrkari vinnuvernd.

​Sterkari ímynd 

Sterkari ímynd og eftirsóknarverðari vinnustaður.

Skilvirkari stjórnun

Stjórnendur fá betri og skýrari yfirsýn um líðan starfsfólks.

Betri farvegur

Gripið fljótt og örugglega inn í málin og þau sett í farveg.

Samkvæmt lögum er vinnustöðum skylt að hafa skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Áætlunin skal vera aðgengileg öllum starfsmönnum og ætlað að vera opinber vegvísir er kemur að heilbrigði starfsmanna. 

 

Vellíðanarvaktin sinnir bæði almennri og sérhæfðri vöktun á vinnustaðnum.

Almenn vöktun 

Við vöktum og leggjum til leiðir til eflingar vellíðanar á vinnustaðnum

Vellíðanarvaktin sinnir reglubundnum mælingum á vellíðan og ánægju starfsfólks á vinnustaðnum. Við mótum tillögur um úrbætur eftir atvikum, setur upp vellíðanaráætlanir og endurskoðum þær eftir þörfum.

Sérhæfð vöktun

Við sjáum um sálfélagsleg mál sem upp kunna að koma á vinnustaðnum

Vellíðanarvaktin skapar sameiginlegan vettvang fyrir alla starfsmenn að tilkynna til óháðs aðila um vanlíðan í starfi eða óæskilega hegðun.

 

Starfsfólk þeirra vinnustaða sem taka þátt í Vellíðanarvaktinni geta tilkynnt mál til okkar, í fullum trúnaði. Við sjáum um þau mál sem upp koma og fylgjum þeim eftir þar til viðeigandi niðurstaða fæst.

Mál sem þarfnast sérhæfðar meðferðar verða sett í viðeigandi farveg hjá samstarfsaðilum okkar.  Slíkir aðilar geta t.d. verið sálfræðingar, félags- og fjölskylduráðgjafar, læknar og iðjuþjálfar.

Óæskileg hegðun

Óæskileg hegðun veldur vanlíðan fólks á vinnustaðnum. Aðrar orsakir vanlíðanar á vinnustaðnum geta t.d. verið mikið og langvarandi vinnuálag, ójafnvægi milli vinnu og einkalífs, almenn tjáskipti starfsfólks óeðlileg og óæskileg vinnustaðamenning.

Dæmi  um tilvik sem falla undir óæskilega hegðun:

  • Kynferðisleg áreitni.

  • Einelti.

  • Líkamlegt og andlegt ofbeldi.

  • Samskiptaerfiðleikar milli starfsfólks.

  • Samskiptaerfiðleikar við viðskiptavini.

  • Áfengis- og vímuefnanotkun.

Hvers vegna óháður aðili?

Skýr skilaboð

Gefur starfsfólki skýr skilaboð - að þeir beri hag starfsfólksins fyrir brjósti.

Trúnaðarsamtal

Starfsfólk fær kost á að geta átt trúnaðarsamtal við þriðja aðila

Óháða sýn

Starfsfólk fær óháða sýn á málið til leiðbeiningar um næstu skref.

Einfalt ferli

En skilaboð við ráðgjafa og málið sett í ferli í samráði við starfsmanninn.

Fagleg meðhöndlun

Málin fara í ferli sem tryggir faglega meðhöndlun.

Taktu skref í átt að vellíðan á þínum vinnustað

454-4500
vv@vinnaogvellidan.is

Contact
bottom of page